Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir

Við tókum að okkur 13 mánaða Schaferrakka fyrir bráðum 2 árum síðan.
Hann var óagaður og búinn að læra ýmsa misskemmtilega ósiði þótt hann sé besta skinn inn við beinið. Ég er búin að vinna mikið með hann en var eiginlega orðin strand í vetur og hafði því samband við Voffavini með góðum árangri. Hann hefur tekið miklum framförum á stuttum tíma en á samt töluvert eftir, einkum í sambandi við ketti svo vinnan heldur áfram með góðri hjálp.