Netráðgjöf

Voffavinir bjóða nú upp á ráðgjöf fyrir hundaeigendur í gegnum netið!

Mjög sniðug lausn fyrir þá sem búa í sveitum eða fjarri þjónustu hundaþjálfara eða hundaatferlisfræðinga, eða vilja einfaldlega eiga þessi samskipti í gegnum netið innan þæginda heimilisins. Netráðgjöfin hentar bæði þeim sem vilja aðstoð með grunnatriði í hundaþjálfun (t.d. innkall eða almenn hlýðni inná heimilinu) eða um almennt uppeldi hvolpa.

Einn tími í netráðgjöf er ca klukkutími að lengd og á sér stað í gegnum forritið Zoom. Það eina sem þarf til er nettenging og tölva/sími sem er með myndavél og góðu hljóði. Þegar þú átt bókaðan tíma færðu einfaldlega sendan hlekk sem þú smellir á, þú færð valkost um að opna forritið í vafra eða hlaða inn forriti (skiptir engu máli hvort þú velur). Mjög einfalt en það er engu að síður ekkert mál að fá aðstoð við þetta símleiðis, bara láta mig vita.


Stakur tími í netráðgjöf (1 klst) kostar 7.500 kr*.

Hægt er að bóka tíma í gegnum tölvupóst á voffavinir@voffavinir.is eða í gegnum skilaboð á Facebook.


*Þessi verð gilda aðeins út árið 2020 og geta breyst eftir þann tíma* 

Ef þú hefur áhuga á að bóka tíma í netráðgjöf, endilega heyrðu í okkur í gegnum tölvupóst á voffavinir@voffavinir.is eða í gegnum skilaboð á Facebook-síðu okkar.