Hundaþjálfun

a cute dog in the grass at a park during summerHundaþjálfun Voffavina byggir helst á jákvæðri styrkingu. Hvatning er einnig mjög mikilvæg, bæði fyrir hunda og eigendur. Hver hundur er einstakur og viljum við því finna þá leið sem hentar hverjum hundi og eiganda þeirra best. Við getum aðstoðað þig í að finna það sem hentar þér og þínum hundi best í þjálfun, varðandi þau atriði sem þú vilt sjálfur laga eða styrkja í fari hundsins þíns. 

Ég, Birta, sé um hundaþjálfun Voffavina en ég útskrifaðist úr hundaþjálfaranámi Heiðrúnar Villu í apríl 2016. Heiðrún Villa hefur starfað sem hundaþjálfari og hundaatferlisfræðingur í mörg ár, hægt er að sjá frekari upplýsingar um hana hér. Námið hjá Heiðrúnu var því í raun blanda af hundaatferlisfræði og hundaþjálfun sem ég tek með mér í mína þjálfun.

Stuttlega um jákvæða styrkingu:

Jákvæð styrking er þegar góð hegðun er verðlaunuð en neikvæðri hegðun er beint annað eða hegðunin hunsuð. Hundurinn er aldrei skammaður fyrir að hegða sér vitlaust en hægt er að leiðrétta hegðunina og beina henni í rétta átt. Jákvæð styrking er mjög góð aðferð við að styrkja hegðanir hjá hundinum og oft þarf ekki aðrar aðferðir í þjálfuninni. Það fer þó algjörlega eftir hverjum hundi og hverjum eiganda og því þarf oft að blanda saman aðferðum eftir því hvað hentar best hverju sinni.

Voffavinir bjóða upp á einkatíma, netráðgjöf og námskeið eins og er.
Skoðaðu það hérna á síðunni og athugaðu hvort þú finnir það sem hentar þér best.

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur spurningar.