Einkatímar

Voffavinir bjóða upp á einkatíma í hundaþjálfun, á Akureyri.

dog training - woman's hand feeding dog a treat while teaching iEinkatíminn fer þannig fram að ég, Birta hundaþjálfari, kem heim til þín í heimsókn og veiti ráð varðandi atriði í þinni hundaþjálfun sem þú vilt aðstoð með. Einkatíminn er einn klukkutími, passlega langt fyrir bæði eiganda og hund. Oft getur verið gott að byrja tímann á smá spjalli til að finna út hvaða leið sé best fyrir þig og voffann þinn í framhaldinu. Góð dæmi um þjálfun í einkatímum eru m.a. taumganga, innkall og bíða skipun, svo halda eigendurnir æfingunum áfram utan einkatímanna. Einnig er hægt að vinna í hegðunarvandamálum eins og t.d. aðskilnaðarkvíða og gelti, þá mæli ég með að fá plan með eftirfylgni/aðstoð því það getur verið erfitt að standa einn í erfiðum vandamálum og oft eru þetta orðin alvarleg vandamál sem taka langan tíma að vinna úr.

Kostirnir við það að fá einkatíma hjá hundaþjálfara eru þeir að þá getur þjálfarinn kynnst eiganda og hundi í eigin umhverfi og getur því betur metið hvað hentar þeim best í þjálfuninni. Einkatími gerir eiganda einnig kleift að fá einkakennslu á þeim atriðum sem hann vill þjálfa hundinn í og getur þannig þjálfað hundinn sjálfur. Tengsl á milli hunds og eiganda styrkjast í gegnum þjálfunina, sérstaklega þegar vel gengur. Endilega kynntu þér málið og skoðaðu hvort þetta sé eitthvað sem myndi henta þér.

Verð á einkatímum er eftirfarandi.


Fyrsti einkatími: 8.500 kr

Fyrsti einkatími með þjálfunarplani: 13.500 kr

Með þjálfunarplaninu færðu líka eftirfylgni og aðstoð í gegnum tölvupóst í 3 vikur þannig að með þeim pakka færðu meira aðhald í þjálfuninni heldur en með stökum tíma.

Endurkomutímar: 7.000 kr


*Þessi verð gilda aðeins til 31. desember 2021 og geta breyst eftir þann tíma* 

Ef þú hefur áhuga á að bóka tíma, endilega heyrðu í okkur í gegnum tölvupóst á voffavinir@voffavinir.is eða í gegnum skilaboð á Facebook-síðu okkar.