Umhverfisþjálfun

Umhverfisþjálfun er stór og mikilvægur partur af uppeldi hvolpa. Umhverfisþjálfunin er í raun það að venja hvolpinn ýmsa hluti í umhverfinu þannig að hann verði öruggari með sig í nýjum aðstæðum. 

Mikilvægi umhverfisþjálfunar í uppeldi hunda er ekki minna mikilvægur heldur en hlýðniþjálfun. Hundar eru forvitnastir og opnir fyrir nýjum hlutum og aðstæðum þegar þeir eru hvolpar, alveg að 12-18 vikna aldri. Á þessu tímabili er mikilvægt að kynna hvolpana fyrir nýjum aðstæðum til að koma í veg fyrir hræðsluvandamál seinna meir. Verum dugleg að kynna hvolpana okkar fyrir nýju fólki, hlutum og mismunandi aðstæðum og sýnum þeim að það er ekkert að óttast. 

Það fyrsta sem mikilvægt er að hafa í huga í umhverfisþjálfun eru okkar eigin viðbrögð. Það er eðlilegt að hvolpurinn sé smeykur við eitthvað en þá er það hlutverk eigandans að sýna hlutleysi eða tengja jákvætt við það sem hann er hræddur við til þess að sýna hvolpinum að það sé ekkert að óttast. Ekki klappa hundi sem er vælandi því þá ertu að styrkja þá hegðun og ýta undir hana.

Einnig er mikilvægt að leyfa hundinum að stjórna hraðanum og leyfa honum að nálgast hlutinn ef/þegar hann vill það sjálfur. Ekki þvinga hann til að þefa af því sem verið er að kynna hann fyrir. Það sama gildir með fólk, leyfðu hvolpinum að nálgast fólkið en ekki öfugt. Ef hvolpurinn þinn sýnir hræðslu- eða streitumerki, skaltu gefa honum meira pláss og meiri tíma til að vinna úr því sem er að gerast. 

Að tengja jákvætt er að gera eitthvað skemmtilegt eða gefa hundinum nammi á meðan hluturinn er nálægt eða hljóðið er í gangi. Passa bara að hundurinn sé ekki of stressaður og styrkja yfirvegun með því að vera yfirvegaður sjálfur. 

Til stuðnings er hérna myndband (á ensku) um sama efni.  

1. Mismunandi fólk

Kynntu hundinn þinn fyrir fólki á öllum aldri, fólki af öllum stærðum. Lítil börn í kerrum, eldra fólk með göngustafi/göngugrindur, fólk með hatta, hjálma, regnhlífar, trefla og skegg. Hundar geta myndað með sér hræðslu við sérstaka hluti eins og t.d. hávaxna karlmenn, allt því að þeir kynntust ekki slíku fólki á jákvæðan hátt. 

2. Mismunandi farartæki

Mótorhjól, flutningabílar, vinnuvélar, vespur, hjól og hlaupabretti. Allt þetta gefur frá sér mismunandi hljóð og fer hratt yfir, sem getur verið ógnvekjandi fyrir litla hvolpa. 

3. Hljóð og hlutir á heimilinu

Eitt af því algengasta sem hundar eru hræddir við eru ryksugur á heimilinu. Hægt er að koma í veg fyrir það með því að kynna ryksugur fyrir hvolpum og tengja við jákvæða hluti. Annað sem margir hundar hræðast eru blandarar, hárþurrkur, að færa húsgögn og jafnvel hljóðlausir hlutir eins og moppur eða sópar. 

4. Aðrir hundar

Flestir hundar elska að vera í félagsskap með öðrum hundum en því miður kunna það ekki allir. Komdu í veg fyrir slíkt með því að kynna hvolpinn þinn fyrir öðrum hundum sem hafa góða félagshæfni og geta þannig kennt þínum hundi rétt samskipti. Einnig er gott að kynna hvolpinn fyrir öðrum hundum af mismunandi stærðum og tegundum þannig að hann sé öruggur með hvaða hundi sem er.

5. Dýralæknaheimsóknir og meðhöndlun

Farðu til dýralæknisins bara til þess að æfa það að bíða á biðstofunni í allri þeirri lykt sem safnast saman þar. Ef dýralæknirinn hefur tök á því er flott ef hann hefur tíma til að heilsa hvolpinum og gefa honum nammi. Gott er að venja hvolpinn á þukl og skoðun, vertu dugleg/ur að skoða tennur, eyru, augu, skott/afturenda, þófa og klær þannig að auðveldara verði að skoða og snyrta hundinn í framtíðinni. 

Vertu dugleg/ur að fara með hvolpinn þinn á nýja staði reglulega og hvetja hann til að skoða nýja hluti og hitta nýtt fólk á jákvæðan hátt. Njóttu þess að eiga lítinn hvolp sem er forvitinn um umhverfið sitt – venja hann við hluti til að koma í veg fyrir hræðslu seinna meir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s