Yfirvegun

Yfirvegun er það hugarástand sem hundar og öll dýr leitast í, hugurinn róast og öll þjálfun verður auðveldari. Mörg vandamál sem margir kannast við er erfitt að losna við án yfirvegunar og því er gott fyrir alla hundaeigendur að ýta undir yfirvegun hjá sjálfum sér og hundunum sínum.

Það er alltaf jafn merkilegt þegar hundar finna á sér ef eigandanum líður illa. Hundurinn getur auðveldlega fundið út hvernig okkur líður með því að skoða líkamstjáningu okkar og með því að nota hið ótrúlega lyktarskyn sem hundar búa yfir. Þannig veit hundurinn þinn hvernig þér líður, hvort sem það eru jákvæðar tilfinningar (gleði og hamingja) eða neikvæðar tilfinningar (stress, kvíði, reiði, depurð). Hundar eru því oft speglar á okkar líðan og sýna okkur ef við erum ekki í tilfinningalegu jafnvægi. Það getur haft talsverð áhrif á þjálfunina ef við látum okkar tilfinningar verða yfirþyrmandi. Ef við erum til dæmis að flýta okkur, við erum stressuð og þurfum að drífa okkur í því að láta hundinn gera eitthvað, finnur hann það strax og verður erfiðari fyrir vikið. Á meðan við erum yfirveguð þegar við þjálfum hundinn okkar, auðveldar það hundinum að vera yfirvegaður á móti. Yfirvegunin er það hugarástand sem hundurinn leitar í og má líkja því hugarástandi við það hvernig kettir eða hestar eru oft. Þegar dýrum líður vel eru þau í yfirveguðu hugarástandi og það gerir þeim kleift að vera laus við stress, óöryggi og aðrar neikvæðar tilfinningar.

Yfirvegaður hugur er laus við öll vandamál. Yfirvegun er það þegar maður getur tekið krefjandi aðstæðum með hugarró, skýrri hugsun og getur tekið skynsamar ákvarðanir. Það er eðlilegt að maður myndi með sér pirring eða reiði í krefjandi aðstæðum, t.d. ef hundurinn verður of æstur við hljóðið í dyrabjöllunni. Því er rosalega mikilvægt að eigandinn sé yfirvegaður í allri þjálfun hundsins, sem ýtir undir yfirvegað ástand hundsins og auðveldar þjálfun. Yfirvegaður hundur tekur skynsamar ákvarðanir og hlýðir betur í krefjandi aðstæðum.

Margir hundaeigendur kannast við þau vandamál að hundurinn gelti, sé æstur þegar gestir koma eða eigi erfitt með að mæta öðrum hundi í göngutúr. Yfirvegun er lykilatriði til að bæta úr þessu og því eru margir hundar sem þyrftu að æfa yfirvegun. Það eru mörg atriði sem geta aðstoðað hundinn í að komast í yfirvegað hugarástand. Sem dæmi getur uppsöfnuð orka hundsins gert okkur miklu erfiðara í að fá hann til að róa sig niður. Skortur á hreyfingu gerir það erfitt fyrir hugann að slaka á og því er gott að skoða hvort það sé eitthvað sem þarf að bæta. Við sem eigendur þurfum einnig að vera yfirveguð sjálf, vera við stjórn, vinna inn virðingu og traust hundsins með því að vera leiðtogi hans. Verum því dugleg að hrósa, anda rólega og tökum ekki stressið með okkur heim úr vinnunni. 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s