Heim

Velkomin á heimasíðu Voffavina!

Við bjóðum upp á jákvæða hundaþjálfun á Akureyri. Ef þig vantar aðstoð eða ráðgjöf fyrir þinn voffa, endilega skoðaðu þig um hér á síðunni. Þú ættir að geta fundið helstu upplýsingar varðandi okkur og okkar þjálfunarfyrirkomulag.

Voffavinir eru ekki fastir í ákveðinni þjálfunaraðferð eða stefnu, heldur er markmið okkar að hjálpa hverjum og einum hundi og hundaeiganda og finna þjálfunaraðferð sem hentar báðum aðilum. Við viljum að bæði hundi og hundaeiganda líði vel og eigi sem bestan tíma saman í lífinu.

Ef spurningar vakna er hægt að senda fyrirspurn á netfangið voffavinir@voffavinir.is eða hafa samband í gegnum Facebook síðu Voffavina.

Nýlegar greinar

Umsagnir

 • Mjög ánægð með einkatímana. Góður leiðbeinandi og útskýrir mjög vel og fer vel yfir hlutina. Gefur góð ráð og nokkrar lausnir á sama málinu :)

  Sigríður Arna Arngeirsdóttir
 • Takk fyrir frábæra kennslu og þjálfun við taumgönguna. Vildi að við hefðum verið búin að fá aðstoð fyrir löngu. Nú er það undir okkur komið að halda þessu við svo að göngutúrarnir okkar Ýmis verði að enn ánægjulegri stund. Takk aftur fyrir okkur :)

  Herdís Ívarsdóttir
 • Þrátt fyrir að við höfum átt hunda undanfarna áratugi vildum við, fyrst kostur var á, hafa samband við hundaþjálfara þegar hvolpur bættist við fjölskylduna. Við höfðum samband við Birtu Ýr hjá Voffavinum þegar hvolpurinn var nokkurra mánaða gamall og kom hún heim til okkar til að skoða hann og veita góð ráð. Birta Ýr kom svo aftur til okkar, að okkar beiðni, nokkrum mánuðum eftir fyrri heimsókn. Við erum afskaplega ánægð með þau ráð sem Birta hefur gefið okkur og hafa þau borið góðan árangur. Birta Ýr er róleg og yfirveguð og náði afar góðu sambandi við hundinn okkar, svo góðu sambandi að hann var ekki sáttur þegar hún var farin. Yfirvegun og einnig staðfesta gerir það að verkum að hún náði ekki aðeins góðu sambandi við hundinn okkar heldur vildi hann hlýða henni og gera henni til hæfis. Við mælum svo sannarlega með Birtu sem hundaþjálfara.
  Hrefna Gunnhildur Torfadóttir
 • Við tókum að okkur 13 mánaða Schaferrakka fyrir bráðum 2 árum síðan. Hann var óagaður og búinn að læra ýmsa misskemmtilega ósiði þótt hann sé besta skinn inn við beinið. Ég er búin að vinna mikið með hann en var eiginlega orðin strand í vetur og hafði því samband við Voffavini með góðum árangri. Hann hefur tekið miklum framförum á stuttum tíma en á samt töluvert eftir, einkum í sambandi við ketti svo vinnan heldur áfram með góðri hjálp. 

  Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir